Aðalfundur FíL var haldinn 16 apríl. Munið félagsgjöldin ýtið á Read more til að lesa alla tilynninguna !

Aðalfundur Félags Íslendinga í Lúxembourg var haldinn þann 16 apríl
í húsakynnum Check-Inn.
Á fundinum gerði fráfarandi stjórn grein fyrir síðasta starfsári og ný stjórn var kosin.
Nýja stjórn skipa:
Viðar Steinn Árnason, Brynjar Sveinjónsson, Guðbjartur (Baddi) Sigurðsson,
Harpa Rún Þórðardóttir, Katrín Ásgrímsdóttir, Styrmir Snorrason og Tómas Eyjólfsson.
Jafnframt var Kirkjunefnd kosin aftur óbreytt svo og sömu endurskoðendur.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður 26 apríl og mun þá skipað í stöður.

Rannveig snyrtir flytur um set í Lúxembourg.

SNYRTISTOFAN Fleur de lys ,Salon de Beauté
Rannveig Sigurvinsson (Agnarsdóttir) Snyrtifræðingur hefur hafið störf hjá
Fleur de lys, Salon de Beauté
9 rue du Moulin,L-4986 Sanem
Simi 26 59 48 59.
Heimasíða: www.fleurdelys.lu
Erum með hand og fótasnyrtingu,andlitsfarðanir,
Líkamsnudd margs konar meðferðir til að styrkja líkamann, falskarneglur o.m.fl.
Vinnum með vörum frá Maria Galland og Thalgo,svo eitthvað sé nefnt.

Gígja Kristinsdóttir heilsunuddari tekur til starfa í Lúxembourg

Gígja heiti ég og er heilsunuddari.
Ég er að byrja að vinna á stofu í Kirschberg núna á mánudaginn.

Þið sem hafið áhuga á að komast í nudd endilega pantið tíma í gegnum www.luxchiro.com

Nuddkveðja
Gígja

Þorrablót FÍL 2012 var haldið 11 febrúar síðastliðinn

Þorrablót Félag Íslendinga í Lúxembourg var haldið 11 feb síðastliðinn og fór vel fram í alla staði.
Félagið vill þakka eftirfarandi fyrir framlag þeirra:
Hljómsveitinni Vinir vors og blóma.
Steina og Knút fyrir að sjá um sveitina.
Karli Ómari í Esju fyrir frábæran þorramat.
Ragga og Sigga kokkum fyrir framreiðsluna.
Helgu Braga fyrir að vera hún sjálf og veislustjórn.
Leikklúbbnum Spuna fyrir luftgítar og ædolkeppni.
Hemma fyrir lán á hljóðkerfi.
Starfsfólki á bar, þorramatsskurðarmeisturum og öllum sem réttu okkur hjálparhönd.

Velkominn á veraldarvefsíðu Félags Íslendinga í Luxembourg

Eins og skáldið sagði "loksins loksins".
Laufey Vilhjálmsdóttir hannaði síðuna en Tómas Eyjólfsson og Kristjón Grétarsson verða umsjónarmenn síðunnar.
Við gerum okkur grein fyrir að póstlistinn okkar og sérstaklega símaskráin er úrelt. Við höfum fengið frá ykkur margar leiðréttingar og verið er að vinna í að setja allar leiðréttingar inn. Ef þið hafið nýjar upplýsingar sem þið hafið ekki sent okkur vinsamlega sendið póst á póstfangið felag@luxarar.com.

Lífsjátning endurminningar Guðmundu Elíasdóttur

Er með til sölu bókina Lífsjátning endurminningar Guðmundu Elíasdóttur sem hefur verið gefin út aftur 30 árum eftir að hún kom fyrst út, með nýjum eftirmála höfundar Ingólfs Margeirssonar.
Verð bókarinnar er 25 evrur.
Hægt er að hafa samband við mig í síma 356593 eða 621 245096 eða kíkja til mín í Ersange.
Kveðja,
Laufey Ármannsdóttir

Hundasúruprógramm 2012

Góðan og blessaðan daginn.
Þá er tilbúið prógrammið fyrir gönguklúbbinn Hundasúrurnar en við hittumst alla sunnudaga kl. 9.30 og löbbum c.a 10 km, stuðst er við bláu bókina 201 gönguleið í Lúxembourg.
Frábær leið til til að byrja sunnudaginn og eftir gönguna er alltaf stoppað einhvers staðar í kaffi.
Þetta ár er bryddað upp á nokkrum nýjungum, göngum hluta af Jakobssígnum í Lúxembourg, laumumst yfir landamærin til Þýskalands og Frakklands, og einn sunnudaginn tökum við 2 göngur í Frakklandi og borðum hádegisverð á milli.

Fréttir

Sælir félagar,
Aðalfundur félagsins var haldinn 7da nóvember og mættu 13 manns sem er metmæting miðað við undanfarin ár.
Í stjórn voru kosnir: Brynjar Sveinjónsson, Heba Brandsdóttir, Ingvi Kristján Guttormsson, Kristjón Grétarsson, Tómas Eyjólfsson og Viðar Sveinn Árnason.
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem stefnt er á í næstu viku.
Síðasta starfsár gekk vel og voru hefðbundir atburðir haldnir og varð rekstrarafgangur hjá félaginu.

Pages

Subscribe to Felag Islendinga i Luxemborg RSS