You are here

Þorrablót 2017

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur ÞORRABLÓT 11. febrúar 2017 í Centre Culturel, 8 Rue de l'Eglise L-6933 Mensdorf.

Húsið opnar kl 18:00 með fordrykk (freyðivatn/freyðivín)
Matur verður framreiddur um kl 19:30.

Spilað verður fyrir dansi, minni karla og kvenna, kórsöngur, happdrætti kórsins, fjöldasöngur og fleira verður á meðal dagskrárliða. Nánari dagskrá verður birt fljótlega.

Forsala aðgöngumiða er hafin.
Gamla góða miðaverðið 65 € fyrir félagsmenn í forsölu og 80 € fyrir aðra og 80 € fyrir alla sem greiða við inngang.
Vinsamlegast greiðið inn á reikning félagsins.
Reikningsnúmer: LU62 0030 0379 1724 0000
BIC code: BGLLLULL
Munið að setja "MIDI A BLOT” ásamt nafni greiðanda í "communication au bénéficiare”.

Forsölu lýkur þriðjudaginn 7. febrúar og ber eigi síðar að greiða miðaverð inn á reikning félagsins og ganga frá borðapöntun fyrir hópa í gegnum felag@luxarar.com. Vinsamlegast takið fram fullt nafn/nöfn hlutaðeigandi gesta.

Happdrættismiðar á vegum kórsins verða seldir við inngang. Veglegir vinningar eru í boði. Styrkjum kórinn og sýnum þar með þakklæti fyrir gott vinnuframlag þeirra á blótinu og fallegan söng allt árið um kring.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Með kveðju,
stjórnin.

Dates: 
Friday, 10 February, 2017 - 18:00