You are here

Þjóðhátíð í Berdorf 26. júní 2016

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur þjóðhátíð sunnudaginn 26. júní 2016. Hátíðin fer fram í Berdorf (Beim Maartbesch) frá kl 14:00 - 18:00.

Hátíðardagskrá:

14:00 Svæðið opnað. Á svæðinu eru klifurgrindur og leiktæki. Zumo glímubúningar og hoppukastali fyrir krakkana. Andapollur fyrir yngstu börnin.

15:00 Skemmtiatriði. Harpa Rún Þórðardóttir sér um þátt með hátíðargestum. Fyrir 6 ára og eldri: Hitt og þetta, sigg og hvað, smá af þessu og pínulítið af hinu. Og aðallega að skemmta sér og hafa gaman. Uppgötvaðu þína leiklistarhæfileika og vertu með! Kristján Hermannsson mun skemmta gestum með tónlist og söng.

Á meðan á öllum þessum skemmtilegheitum stendur, þá mun: Íslendingafélagið vera með sölu á drykkjum og sælgæti frá Góu og Nóa Síríus. Einnig verða seldar SS pylsur í pylsubrauði frá Myllunni. SS pylsusinnep, remúlaði, tómatsósa, hrár og steiktur lauker verða að sjálfsögðu til meðlætis. Kirkjunefndin verður með kökusölu. Þeir sem vilja styrkja kirkjunefndina er bent á að koma með kökur og bakkelsi. Kaffi verður í boði Íslendingafélagsins.

Komið svo endilega við í hraðbanka á leiðinni, það verður engin kortavél á svæðinu.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í hátíðarskapi.
Með kveðju,
Stjórn FÍL.