You are here

Þjóðhátið verður haldin þann 21 júní 2015 í Berdorf

Hátíðardagskrá

14:00 Svæðið opnað
Léttir og skemmtilegir leikir fyrir krakkana, þar sem verður hægt að vinna til verðlauna. Hver leikur kostar 1 evru og mun hver einasta evra verða gefin til styrktar SOS Krakkaþorpinu í Mersch í Luxembourg. http://www.kannerduerf.lu/de

15:00 Skemmtiatriði
Örn Árnason og Jónas Þórir Þórisson munu skemmta jafnt ungum sem öldnum eins og þeim er einum lagið.

Áframhald á leikjum til styrktar SOS krakkaþorpinu.

Á meðan á öllum þessum skemmtilegheitum stendur, þá mun:

Kirkjunefndin verður með köku- og kaffisölu. Þeir sem vilja styrkja kirkjunefndina er bent á að koma með kökur og bakkelsi.
Íslendingafélagið verður með sölu á drykkjum og sælgæti frá Góu og Nóa Síríus. Einnig verða seldar SS pylsur í pylsubrauði frá Myllunni. SS pylsusinnep, remúlaði, tómatsósa, hrár og steiktur laukur verða að sjálfsögðu til meðlætis.

Þess má til gamans geta að samkvæmt nýjustu upplýsingum þá eru 420 Íslendingar skráðir í Luxembourg og verður pylsufjöldinn í samræmi við það.

Komið svo endilega með nóg af mynt með ykkur, sérstaklega fyrir leikina en þar er ekki gert ráð fyrir að gefið verði tilbaka. Og athugið að það verður engin kortavél á svæðinu ,komið því við í hraðbanka á leiðinni.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll í hátíðarskapi.

Með kveðju,

Stjórn FÍL