You are here

Takk fyrir tónleikana

Tónleikar / Music Festival
Voru haldnir í Mótmælendakirkjunni í Luxembourg 17 nóvember 2013 kl.20:00 við mikinn fögnuð kirkjugesta sem óspart fögnuðu flytjendum með dynjandi lófaklappi.
“Farfuglar” kórinn okkar undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar riðu á vaðið með laginu Blessuð sért sveitin mín, þá tók til máls Agnar Br. Sigurvinsson formaður safnaðarnefndar og bauð gesti velkomna.
Næst söng kórinn My Coffin þjóðlag frá Norðimbralandi og Sigling Friðrik Bjarnason / Örn Arnarson útsetn. M.H.Friðriksson komu svo á eftir.
Næst á dagskránni var söngur, Hrólfur Sæmundsson baritón með 3 lög,
Í Fjarlægð eftir Karl Ó Runólfsson og Valdimar Hólm Hallstað.
Go Down.Moses eftir H.T. Burleigh,og Ave Maria Sigvalda Kaldalóns.
Hrólfur er frábær söngvari á heimsmælikvarða.
Þá komu fram Olga Vocales Ensemble quintett og sungu 3 lög
Byrjuðu á Ó,Flaskan mín fríð. Íslenskt þjóðlag, og næst Turkisches Schenkenlied, F.Mendelssohn og næst Ólaf Tryggvason, E. Grieg
Frábærir söngvarar í námi í Utrecht Hollandi.Tveir íslendingar tveir Hollendingar og einn Rússi.
Gunnsteinn Magnússon lék á Alto Saxophone . Bossa Caline og Nova Bossa eftir Lourival Silvester og He ain´t heavy,he is my brother Bobby Scott undirleikari hjá Gunnsteini var Thomas Raoult.
Kristján Anton Hermannsson gítar og söng, St.Patrick´s day John Mayers og Come home, Onerepublic undirleikur Hermann B. Reynisson.
Sigurður Rúnar Jónsson sýndi Íslenska fiðlu og Langspil og lék nokkur lög.
Eftir hlé komu fram Sigrún Elva Ólafsdóttir og Ingigerður Ósk Gunnarsdóttir með tvísöng. Kvöldsigling eftir Gisla Helgason / Jón Sigurðsson og Snjókorn Falla, Shakin Stevens / Jónatan Garðarsson.
Flytjendurnir komu svo fram hver af öðrum í seinnihluta tónleikana. Farfuglar enduðu svo þessa frábæru tónleika með laginu Þýtur í stráum íslenskt þjóðlag í útsetningu Sigurðar Rúnars Jónssonar.
Þessum menningarviðburði Music Festival lauk kl 22:30.
Safnaðarnefnd Íslensku Kirkjunnar í Luxembourg þakkar öllum þeim sem
komu fram og lögðu hönd á plóginn og þeim sem styrktu þessa tónleika með fjárframlögum.