You are here

Aðalfundur FíL var haldinn 16 apríl. Munið félagsgjöldin ýtið á Read more til að lesa alla tilynninguna !

Aðalfundur Félags Íslendinga í Lúxembourg var haldinn þann 16 apríl
í húsakynnum Check-Inn.
Á fundinum gerði fráfarandi stjórn grein fyrir síðasta starfsári og ný stjórn var kosin.
Nýja stjórn skipa:
Viðar Steinn Árnason, Brynjar Sveinjónsson, Guðbjartur (Baddi) Sigurðsson,
Harpa Rún Þórðardóttir, Katrín Ásgrímsdóttir, Styrmir Snorrason og Tómas Eyjólfsson.
Jafnframt var Kirkjunefnd kosin aftur óbreytt svo og sömu endurskoðendur.
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður 26 apríl og mun þá skipað í stöður.

Starfsár félagsins er frá 1.apríl ár hvert.
Við viljum vinsamlegast minna félagsmenn á greiðslu félagsgjalda, en gjalddagi er 1. apríl.
Árgjaldið er € 40,- á einstakling eða € 80.- á fjölskyldu.
Vinsamlegast greiðið inn á reikning félagsins sem er: BGL LU62 0030 0379 1724 0000.
Munið að setja nafn greiðanda í "communication au bénéficiare".
Við hvetjum fólk til að setja þetta í fasta greiðslu (ordre permanent) í heimabankanum svo þetta gleymist ekki.
Nánari upplýsingar veitir gjaldkeri félagsins
--
Stjórn FÍL