You are here

Fréttir

Sælir félagar,
Aðalfundur félagsins var haldinn 7da nóvember og mættu 13 manns sem er metmæting miðað við undanfarin ár.
Í stjórn voru kosnir: Brynjar Sveinjónsson, Heba Brandsdóttir, Ingvi Kristján Guttormsson, Kristjón Grétarsson, Tómas Eyjólfsson og Viðar Sveinn Árnason.
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem stefnt er á í næstu viku.
Síðasta starfsár gekk vel og voru hefðbundir atburðir haldnir og varð rekstrarafgangur hjá félaginu.
Við hvetjum alla sem ekki hafa greitt félagsgjöld að gera það hið fyrsta. Reikningsnúmer félagsins er LU62 0030 0379 1724 0000. Við hvetjum fólk til að setja þetta í fasta greiðslu í heimabankanum svo þetta gleymist ekki. Árgjald er 40 eur á einstakling og 80 eur fyrir hjón.
Á aðalfundinum var samþykkt að kirkjunefnd skulu starfa á vegum félagsins. Í hana voru kosnir: Agnar Sigurvinsson, Diðrik Eiríksson, Eyjólfur Hauksson, Guðbjörg Steinarrsdóttir og Sólveig Stefánsdóttir. Nefndin sinnir kirkjustarfi og öðrum störfum sem koma að safnaðarstarfinu.
Stjórnin vill þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn á síðasta starfsári og minna á að margar hendur vinna létt verk.
Það sem verið er að vinna að í augnablikinu er að koma upp nýrri heimasíðu.
Vinnu við síðuna er lokið svo hún ætti að vera komin í gagnið innan skamms (einhverjir tæknilegir örðugleikar sem verið er að leysa). Með henni munu samskipti okkar batna til muna. Við komum til með að notast við heimasíðu, tölvupósta og facebook í framtíðinni sem okkar aðal samskiptamáta. Endilega láta fólk vita sem þið þekkið af póstfanginu fil.islandus@gmail.com til að hafa samband.
Þakka ykkur sem hafa sent okkur upplýsingar um breytt netföng, heimilisföng og símanúmer. Þessar upplýsingar nýtast okkur við að setja upp nýju síðuna, koma póstlistanum í rétt horf og einnig við gerð nýrrar símaskrár. Ég minni á að ekki er nauðsynlegt að vera félagsmaður til að vera á póstlista félagsins. Endilega að hvetja vini ykkar sem eru búsettir utan Lux að senda okkur póst svo þeir geti fylgst með atburðum sem við höldum hér.
Það sem er á döfinni á næstunni er Bazarinn helgina 26 - 27 nóvember, jólamessa og jólaball 26ta desember og þorrablótið verður 11ta febrúar. Allir þessir atburðir verða auglýstir sér en skrifið endilega hjá ykkur dagsetningar.
Eins og maðurinn með liðagigtina orðaði svo skemmtilega: fastir liðir eins og venjulega.
Bestu kveðjur í bili og njótið lífsins.
Stjórn FÍL