You are here

Hundasúruprógramm 2012

Góðan og blessaðan daginn.
Þá er tilbúið prógrammið fyrir gönguklúbbinn Hundasúrurnar en við hittumst alla sunnudaga kl. 9.30 og löbbum c.a 10 km, stuðst er við bláu bókina 201 gönguleið í Lúxembourg.
Frábær leið til til að byrja sunnudaginn og eftir gönguna er alltaf stoppað einhvers staðar í kaffi.
Þetta ár er bryddað upp á nokkrum nýjungum, göngum hluta af Jakobssígnum í Lúxembourg, laumumst yfir landamærin til Þýskalands og Frakklands, og einn sunnudaginn tökum við 2 göngur í Frakklandi og borðum hádegisverð á milli.
Þegar það verða göngur sem eru ekki í bláu bókinni sendi ég út kort af gönguleiðinni og þeir sem vilja fylgjast með hvaðan er gengið næst vinsamlegast sendið e-mail á r.benedikta@gmail.com og ég set ykkur á póstlista.
Ég er nýr formaður gönguklúbbsins og tek við af Arnari Bjarnasyni sem hefur séð um að halda okkur "gangandi" í fjöldamörg ár ;) kærar þakkir Addi.
Vonumst til að sjá sem flesta á nýju ári.
Bestu kveðjurRúna