You are here

Þorrablót 2018

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur Þorrablót 27. janúar 2018 í Kulturhaus Syrkus - 20, route de Luxembourg, Roodt-syr-Syre.

Húsið opnar kl.18:00 með fordrykk og matur verður framreiddur um kl. 19:30. Veislustjóri verður Pétur Jóhann Sigfússon og Staðarbandið mun leika fyrir dansi.
Forsala aðgöngumiða er í fullum gangi og í tilefni 45. starfsárs FÍL bjóðum við sérstakt miðaverð: 40 evrur í forsölu fyrir félagsmenn og 60 evrur fyrir aðra. 70 evrur fyrir þá sem greiða við inngang. Athugið að forsölu lýkur á þriðjudaginn 23. janúar. Vinsamlegast gangið frá borðapöntun fyrir hópa á netfangið: felag@luxarar.com og takið fram fullt nafn/nöfn hlutaðeigandi gesta.
Reikningsnúmer: LU62 0030 0379 1724 0000 - munið að setja "Midi a blot" ásamt nafni greiðanda í "communication au béneficiare".