Þorrablót 2018

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur Þorrablót 27. janúar 2018 í Kulturhaus Syrkus - 20, route de Luxembourg, Roodt-syr-Syre.

Jólaball

Jólaball FÍL verður haldið þann 26. desember kl. 15:00 í Kulturhaus Syrkus - 20, route de Luxembourg, Roudt/Syre.

Ræðismaður Íslands í Lúxemborg

Ræðismaður Íslands í Lúxemborg vill koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um netfang og símanúmer.

Josiane Eippers
Honorary Consul General of Iceland in Luxembourg

To be reached for appointments by
- Mail: josiane.eippers@adt-center.lu
- Mobile: +352 621232000

Alþingiskosningar

Alþingiskosningar fara fram á Íslandi 28. október næstkomandi. Utankjörstaðar-atkvæðagreiðsla fer fram hjá ræðismanni, Josiane Eippers, á eftirtöldum dagsetningum:

-Þriðjudagur, 17. október frá 12:00 til 14:00.
-Föstudagur, 20. október frá 17:00 til 18:30.

Staðsetning: Maison d’Accueil des Soeurs Franciscaines, 50 avenue Gaston Diderich, L-1420 Luxembourg/Belair.

Munið að hafa vegabréf meðferðis og mælt er með að athuga fyrirfram upplýsingar um skráningu á kjörskrá (kjördæmi) hjá Þjóðskrá.

Golfmót Íslendinga frá Lúxembúrg

Golfmót Íslendinga frá Lúxembúrg og gesta þeirra verður haldið að Hamri, golfvelli Borgarness, 19. Júlí n.k.
Að venju verður 9 holu Texas-skrambúl, 4 í liði, og svo matur á eftir.
Einhverjir munu vilja spila 18 holur og það verður ekkert mál.
Þeir byrja frá kl. 1100 og svo byrjar skramblið kl. 1400.
Áætlað verð er 7000 kr. Fer eftir hversu flott við verðum á matnum.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með, vinsamlegast hafið samband við Björn Finnbjörnsson

17. júní 2017 í Berdorf

17. júní 2017

Þjóðhátíð verður haldin með hefðbundu sniði í Berdorf laugardaginn 17. júní. Svæðið opnar kl. 14.

Þorrablót 2017

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur ÞORRABLÓT 11. febrúar 2017 í Centre Culturel, 8 Rue de l'Eglise L-6933 Mensdorf.

Húsið opnar kl 18:00 með fordrykk (freyðivatn/freyðivín)
Matur verður framreiddur um kl 19:30.

Spilað verður fyrir dansi, minni karla og kvenna, kórsöngur, happdrætti kórsins, fjöldasöngur og fleira verður á meðal dagskrárliða. Nánari dagskrá verður birt fljótlega.

Þjóðhátíð í Berdorf 26. júní 2016

Félag Íslendinga í Lúxemborg heldur þjóðhátíð sunnudaginn 26. júní 2016. Hátíðin fer fram í Berdorf (Beim Maartbesch) frá kl 14:00 - 18:00.

Hátíðardagskrá:

14:00 Svæðið opnað. Á svæðinu eru klifurgrindur og leiktæki. Zumo glímubúningar og hoppukastali fyrir krakkana. Andapollur fyrir yngstu börnin.

blot 2016

Þjóðhátið verður haldin þann 21 júní 2015 í Berdorf

Hátíðardagskrá

14:00 Svæðið opnað
Léttir og skemmtilegir leikir fyrir krakkana, þar sem verður hægt að vinna til verðlauna. Hver leikur kostar 1 evru og mun hver einasta evra verða gefin til styrktar SOS Krakkaþorpinu í Mersch í Luxembourg. http://www.kannerduerf.lu/de

15:00 Skemmtiatriði
Örn Árnason og Jónas Þórir Þórisson munu skemmta jafnt ungum sem öldnum eins og þeim er einum lagið.

Áframhald á leikjum til styrktar SOS krakkaþorpinu.

Á meðan á öllum þessum skemmtilegheitum stendur, þá mun:

Pages

Subscribe to Felag Islendinga i Luxemborg RSS